Gerði mistök í tilvísunum

Skýrsla Pálma Kristinssonar um Vaðlaheiðargöng, mat á forsendum, kostnaði og veggjöldum, er mjög ítarleg og þar birtir útreikningar á flestum þáttum framkvæmdarinnar.

En hún er ekki gallalaus. Eins og fram kom í blaðinu í gær bendir Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, sem hefur gert ítarlegar úttektir á þessari framkvæmd, á að Pálmi hafi rangt eftir í beinum tilvísunum í umfjöllun Jóns Þorvaldar um Vaðlaheiðargöng. Á fleiri en einum stað hafi hann breytt orðalagi Jóns.

Pálmi viðurkennir þetta í samtali við Morgunblaðið og segir að þarna hafi sér orðið á mistök. Við úrvinnslu hafi hann snúið tilvitnuðum texta yfir á einfaldara mál en fyrir mistök hafi hann ekki gætt þess við lokafrágang skýrslunnar að vísa í hið rétta orðalag.

Skýrsla Pálma

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert