Leggjast gegn landsfundi í vor

Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður …
Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar Óskarsson

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar bókaði á fundi sínum í dag andstöðu sína við að haldinn verði landsfundur flokksins í vor eins og tillaga hefur komið fram um. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir ekkert kalla á fund í vor.

„Við erum nýbúin að halda landsfund. Hann krefst langs aðdraganda og undirbúnings samkvæmt lögum okkar. Það er ekkert sem kallar á að við höldum landsfund í vor enda var það einróma skoðun framkvæmdastjórnar," segir Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem lagði fram greinargerð um tillöguna á fundinum.

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 30. desember lögðu Andrés Jónsson og fleiri fram tillögu um að haldinn yrði landsfundur núna í vor. Framkvæmdastjórn flokksins sem fundaði í dag ákvað að boða til fundar í flokkstjórn þann 28. janúar þar sem tillagan verður tekin fyrir.

Þá lagði framkvæmdastjórnin fram einróma bókun um að tillagan yrði ekki samþykkt, með vísan til greinargerðar Margrétar og umræðna á fundinum.

Frétt um fundinn á vef Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert