Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, neita báðir sök, samkvæmt yfirlýsingu sem verjendur þeirra lögðu fram í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins, rétt í þessu. Hvorugur sakborninganna var viðstaddur.
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa, 8. febrúar 2008, stefnt fé Glitnis í stórfellda hættu með því að lána Milestone 10 milljarða, án trygginga og ábyrgða. Lánið var aldrei endurheimt og í ákæru sérstaks saksóknara segir að lánveitingin hafi átt þátt í falli Glitnis haustið 2008.
Verjandi Guðmundar hafði óskað eftir afritum af úrskurðum um leyfi til hlerana á síma Guðmundar en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari sagði að engir slíkir úrskurðir hefðu verið kveðnir upp.