Ísing og selta olli trufluninni

Frá æfingu Landsnets við bilunum í kerfi sínu.
Frá æfingu Landsnets við bilunum í kerfi sínu. Ljósmynd/Landsnet

Truflunin sem varð í tengivirki Landsnets á Brennimel í Hvalfirði í kvöld stafaði af mikilli ísingu og seltu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir einnig að rafmagn sé komið til allra notenda á ný að undanskildu Járnblendifélaginu en vonast er til að úr því rætist bráðlega.

Truflunin sem telst alvarleg varð upp úr klukkan sex í kvöld. Ísingin og seltan ollu yfirslætti á búnaði í tengivirkinu og í kjölfarið urðu álver Norðuráls og Járnblendifélag Íslands straumlaus í tæpar fjórar klukkustundir. Þá munu einnig hafa orðið truflanir á afhendingu rafmagns víða um land vegna veðurhamsins, einkum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi.

Starfsmenn Landsnets vinna að viðgerðum á háspennulínum og í spennistöðinni á Brennimel til að koma rekstrinum í fyrra horf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert