Skattar ekki borið árangur

Skattastefna stjórnvalda var harðlega gagnrýnd á ráðstefnu um skatta sem haldin var í morgun. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bar t.a.m. saman árangur Íslands og Írlands sem hún segir hafa farið skynsamlegri leið með hóflegri skattlagningu.

Hún telur jafnframt að skattastefna stjórnvalda hafi ekki skilað sýnilegum árangri á undanförnum árum þar sem sífellt er leitað fleiri leiða til að skattleggja fyrirtæki og einstaklinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert