Tapaði 40 milljörðum í hruninu

Svar fjármálaráðherra var lagt fram á Alþingi.
Svar fjármálaráðherra var lagt fram á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Frá bankahruni hefur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fært 40,7 milljarða á afskriftarreikning, sem svarar til 13,3% af meðaleignum sjóðsins á þeim árum sem afskriftir voru færðar í reikning sjóðsins.

Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, alþingismanni Framsóknarflokksins.

Að hluta er um varúðarfærslur að ræða vegna óvissu um endurheimtur en að mestum hluta er um endanlega afskrift að ræða. Þar af eru afskriftir vegna taps á skuldabréfum á banka, sparisjóði og aðrar fjármálastofnanir 20,3 milljarðar.

Lífeyrissjóðurinn hefur tapað rúmlega einum milljarði vegna lána til sjóðsfélaga. Sjóðurinn tapaði 26,6 milljörðum vegna innlendrar hlutabréfaeignar, aðallega á bönkum og fjármálastofnunum. Tekið er fram að þó sé erfitt að meta nákvæmlega tap af hlutabréfaeign. Þá hefur sjóðurinn sett á afskriftarreikning 18,5 milljarða vegna gjaldmiðlavarna vegna erlendra fjárfestinga. Ágreiningur er um þessar kröfur sem ekki hefur verið leystur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert