Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkuð

Sorpbíll.
Sorpbíll. Morgunblaðið/Þorkell

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær hækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík. Fulltrúar minnihlutans voru ósáttir við afgreiðsluna þar sem þeir höfðu engar forsendur til að meta hvort hækkunin væri nauðsynleg. Þeir sátu því hjá við afgreiðsluna.

Fulltrúar sjálfstæðismanna létu bóka að algjörlega ófært væri að umhverfis- og samgönguráð hefði enga beina aðkomu að málefnum Sorpu. Ráðið fer með stefnumörkun í sorphirðu- og endurvinnslumálum, en hefur að sögn sjálfstæðismanna lítil sem engin samskipti við fulltrúa borgarinnar í stjórn Sorpu. „Sá fulltrúi á fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu umhverfis- og samgönguráðs í stjórninni, sem hlýtur að vera erfitt þegar fulltrúinn situr ekki fundi ráðsins.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sögðust engar forsendur hafa haft til að meta hvort hækkun á gjaldskrá væri nauðsynleg, eða hvort komast hefði mátt hjá henni með hagræðingu innan fyrirtækisins. Því sátu þeir hjá. Fulltrúi Vinstri grænna tók svo síðar undir gagnrýni sjálfstæðismanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka