Hræðsluáróður ekki vísindi

Um­mæli og krafa Kynn­ingar­átaks um erfðabreytt­ar líf­ver­ur um aft­ur­köll­un leyf­is Orfs Líf­tækni er hræðslu­áróður, að sögn Björns Lárus­ar Örvar, fram­kvæmda­stjóra og stofn­anda Orf Líf­tækni. Hann seg­ir enga hættu hafa verið þó plöt­ur hafi fokið af gróðrar­stöð fyr­ir­tæk­is­ins á Eg­ils­stöðum. 

Í kjöl­far þess að fimmtán plöt­ur fuku af gróðrar­stöð líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Orfs á Eg­ils­stöðum í veðurofs­an­um aðfaranótt þriðju­dags hafa ýmis um­hverf­is­sam­tök, und­ir nafn­inu Kynn­ingar­átak um erfðabreytt­ar líf­ver­ur, farið fram á það við Um­hverf­is­stofn­un að hún aft­ur­kalli leyfi fyr­ir­tæk­is­ins til rækt­un­ar erfðabreyttra plantna í gróðrar­stöðinni enda hætta á að erfðabreytt fræ sleppi úr stöðinni.

„Það er talað um að eitt­hvað gæti sloppið og það sett í nei­kvætt sam­hengi eins og þetta sé eitt­hvað hættu­legt. Okk­ur finnst það vera hreinn og beinn hræðslu­áróður. Það er eng­in hætta á ferðinni jafn­vel þó svo eitt­hvað fari út úr húsi. Þetta er meðhöndlað í frétt­um eins og um væri að ræða geisla­virk­an úr­gang og við erum ekki sátt við slíkt um­tal.“

Björn bend­ir á að Evr­ópu­sam­bandið hafi unnið rann­sókn og skrifað skýrslu sem kostaði 30 millj­arða króna um erfðabreytt mat­væli og kom­ist að þeirri niður­stöðu að eng­in hætta væri á ferðinni.

„Við erum að nota erfðatækni til þess að fram­leiða eitt nýtt prótein í bygg­fræ­inu inn­an um öll þau þúsunda próteina sem fyr­ir eru í fræ­inu. Við fín­hreins­um þetta prótein úr fræ­inu og það er notað í ýms­ar vör­ur, t.d. húðvör­ur eða við krabba­meins­rann­sókn­ir. Það er eng­inn skaði af þessu jafn­vel þó svo fólk eða dýr inn­byrði þetta. Ef þú ert kjötæta þá ertu að borða þetta prótein á hverj­um degi.“

Þá seg­ir Björn að bygg eigi mjög erfitt upp­drátt­ar hér á landi og hvað þá þetta bygg sem fyr­ir­tækið er að nota því við bestu skil­yrði á það erfitt með að vaxa og myndi ekki breiða úr sér þó svo það slyppi út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert