Már í mál við Seðlabankann

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Ómar Óskarsson

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri hef­ur höfðað mál á hend­ur Seðlabank­an­um til að fá launa­kjör sín leiðrétt. Málið var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í deseme­ber og renn­ur frest­ur til að skila inn grein­ar­gerðum út í þess­um mánuði. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. 

Í frétt Stöðvar 2 kom fram að Már teldi launa­kjör sín ekki í sam­ræmi við það sem samið var um, en hann tók við sem seðlabanka­stjóri í ág­úst 2009. Þá sá bankaráð um að semja við hann um kjör og kaup. Kjararáði var hins veg­ar falið að taka við því verki síðar í sama mánuði og í fram­hald­inu voru laun seðlabanka­stjóra lækkuð. Þetta sætt­ist Már ekki á og fer nú fram á leiðrétt­ingu launa sinna fyr­ir dóm­stól­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert