Meðal framleiðsla á kúabú hefur aldrei verið meiri en árið 2011 eða tæpir 182 þúsund lítrar á bú. Á nýliðnu ári voru 124.462.010 lítrar mjólkur lagðar í samlög hér á landi. Það er rúmlega 1% meira en árið 2010 en þá var innvigtunin 123,2 milljónir lítra.
Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. Árið 2011 er þriðja mesta innvigtunarár sögunnar. Mest innvigtun var árið 2009, rétt rúmar 126 milljónir lítra.
Meðal framleiðsla á bú hefur ekki áður verið meiri, eða tæpir 182 þúsund lítrar. Litlu munar þó á síðasta ári og 2009. Í fyrra voru mjólkurframleiðendur 685 og hefði þeim fækkað um 5 frá árinu á undan. Árið 1978 voru framleiðendur 2.497 og þá framleiddu þeir samtals um 120 þúsund lítra. Meðalbúið var þá um 48 þúsund lítrar en er tæplega 182 þúsund lítrar í dag.