Miklar hækkanir hjá leikskólum

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Mikl­ar hækk­an­ir hafa orðið á gjald­skrám leik­skóla milli ára. Þetta er niðurstaða Verðlags­eft­ir­lit ASÍ sem kannaði breyt­ing­ar á gjald­skrám leik­skóla með fæði hjá 15 stærstu sveita­fé­lög­um lands­ins.

Aðeins tvö sveita­fé­lög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér verðskrána síðan í fyrra, en það eru Ísa­fjarðabær og Seltjarn­ar­nes­kaupstaður. Mesta hækk­un­in á al­mennri gjald­skrá fyr­ir átta tíma gæslu með fæði er hjá Reykja­nes­bæ um 16%, Hafnar­f­irði um 15% og Reykja­vík um 13%. Níu tíma gæsla hef­ur einnig hækkað tölu­vert eða um allt að 23%. For­gangs­hóp­ar eru ekki und­anþegn­ir gjald­skrár­hækk­un­um sveit­ar­fé­lag­ana.

40% verðmun­ur er á hæstu og lægstu gjald­skrám sveit­ar­fé­lag­ana fyr­ir 8 tíma vist­un með fæði. Hæsta gjaldið fyr­ir þessa þjón­ustu er 34.342 kr. hjá Ísa­fjarðabæ og lægst hjá Reykja­vík­ur­borg 24.501 kr. Mest hækkaði gjald­skrá­in hjá Reykja­nes­bæ en hækk­un­in þar nem­ur 16%, fer úr 27.130 kr. í 31.480 kr.  sem er hækk­un um 4.350 kr. á mánuði. Hafn­ar­fjörður hef­ur hækkað um 15% úr 26.070 kr. í 30.023 kr. og Reykja­vík um 13% úr 21.764 kr. í 24.501 kr. eða um 2.737 kr. á mánuði.

Könn­un ASÍ

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert