Skora á stjórnvöld að standa við loforð

Framsýn segir kjarasamninga í fullkomnu uppnámi.
Framsýn segir kjarasamninga í fullkomnu uppnámi. Sverrir Vilhelmsson

Hörð gagn­rýni kom fram á stjórn­völd á fundi Fram­sýn­ar - stétt­ar­fé­lags í kvöld. Fé­lagið tel­ur ólíðandi með öllu að kjara­samn­ing­ar skuli vera í upp­námi vegna vanefnda stjórn­valda og skor­ar á stjórn­völd að standa við gef­in lof­orð.

Stjórn og trúnaðarmannaráð Fram­sýn­ar sem jafn­framt eru samn­inga­nefnd fé­lags­ins funduðu síðdeg­is í dag. Á fund­in­um kom fram að óþolandi væri að stjórn­völd stæðu ekki við gef­in lof­orð um vel­ferð, jöfnuð og rétt­læti. „Þess í stað væri vanda hruns­ins varpað mis­kunn­ar­laust og grímu­laust yfir á launa­fólk, sem birt­ist m.a. í skefja­laus­um skatta­hækk­un­um, gjald­skrár­hækk­un­um og skerðing­um á bót­um al­manna­trygg­inga.“

Í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu seg­ir að ljóst sé að stjórn­völd hafi ekki staðið við yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar sem fylgdu und­ir­skrift síðustu kjara­samn­inga milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og aðild­ar­fé­laga Alþýðusam­bands Íslands. „Kjara­samn­ing­ar eru því í full­komnu upp­námi að mati stjórn­ar- og trúnaðarmannaráðs Fram­sýn­ar.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert