Skora á stjórnvöld að standa við loforð

Framsýn segir kjarasamninga í fullkomnu uppnámi.
Framsýn segir kjarasamninga í fullkomnu uppnámi. Sverrir Vilhelmsson

Hörð gagnrýni kom fram á stjórnvöld á fundi Framsýnar - stéttarfélags í kvöld. Félagið telur ólíðandi með öllu að kjarasamningar skuli vera í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda og skorar á stjórnvöld að standa við gefin loforð.

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt eru samninganefnd félagsins funduðu síðdegis í dag. Á fundinum kom fram að óþolandi væri að stjórnvöld stæðu ekki við gefin loforð um velferð, jöfnuð og réttlæti. „Þess í stað væri vanda hrunsins varpað miskunnarlaust og grímulaust yfir á launafólk, sem birtist m.a. í skefjalausum skattahækkunum, gjaldskrárhækkunum og skerðingum á bótum almannatrygginga.“

Í tilkynningu frá stéttarfélaginu segir að ljóst sé að stjórnvöld hafi ekki staðið við yfirlýsingar sínar sem fylgdu undirskrift síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Kjarasamningar eru því í fullkomnu uppnámi að mati stjórnar- og trúnaðarmannaráðs Framsýnar.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka