Vill að ríkisstjórnin fari frá

Frá undirritun kjarasamnings milli SA og Verkalýðsfélags Akraness.
Frá undirritun kjarasamnings milli SA og Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Kristinn

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness lýsa í ályktun yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn „vegna síendurtekinna svika og vanefnda við íslenskt launafólk og krefst þess að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga við fyrsta tækifæri.“

Í gær kom stjórn og trúnaðarráð félagsins saman til að ræða forsendur kjarasamninga og hvort segja bæri upp kjarasamningum vegna forsendubrests. Það var mat stjórnar og trúnaðarráðs félagsins að ekki væri grundvöllur fyrir því að segja upp kjarasamningum þó svo forsenduákvæði gagnvart ríkisstjórninni hefðu kolbrostið, enda mun ekkert annað gerast gagnvart íslenskum launþegum, ef kjarasamningum verður sagt upp, en að launahækkanir sem koma eiga 1. febrúar verða hafðar af launafólki.

„Hver hefði trúað því að ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð, félagshyggju, jöfnuð og réttlæti skyldi ráðast jafn illilega á kjör íslensks launafólks eins og núverandi stjórn hefur ítrekað gert frá því hún komst til valda.

Það er ekki aðeins að þessi samkomulög hafi verið svikin, heldur hefur skjaldborgin gagnvart heimilunum einnig brugðist og í staðinn fyrir skjaldborg í kringum heimili hefur verið slegin skjaldborg í kringum fjármálastofnanir og erlenda vogunarsjóði. Atvinnuuppbygging og atvinnusköpun hefur algerlega brugðist, enda er nánast sama atvinnuleysi í dag og var í janúar 2009. Alþýða þessa lands átti síður en svo von á því að öllum vanda hrunsins yrði varpað miskunnarlaust og grímulaust yfir á launafólk, sem birtist m.a. í skefjalausum skattahækkunum og gjaldskrárhækkunum sem dunið hafa í íslenskum launþegum á síðustu misserum,“ segir í ályktun félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert