TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í gær í eftirlitsflug um Austfjarðamið, norður og vestur með Norðurlandi, fyrir Vestfirði og suður að Reykjanesi. M.a. var mæld staðsetning hafíss á Vestfjarðamiðum og hófst ískönnun kl. 15:20 norður af Horni.
Greindi eftirlitsbúnaður talsverða nýmyndun hafíss norður og norðvestur af Straumnesi.
Næst landi var nýmyndunin um 11,5 sjómílur norðnorðvestur af Kögri. Ísinn var þunnur og virtist vera sem stöku jakar væru 10-15 sjómílur innan við meginröndina.