Kjúklingar duttu af bíl

Kjúklingarnir voru á leið til slátrunar á Hellu.
Kjúklingarnir voru á leið til slátrunar á Hellu.

Yfir 100 kass­ar með ná­lægt 2.000 kjúk­ling­um féllu af flutn­inga­bíl sem var á leið með kjúk­linga til slátr­un­ar á Hellu í morg­un. Dyr á bíln­um opnuðust og duttu kjúk­ling­arn­ir út um þær. Bíl­stjór­inn varð ekki var við þetta fyrr en hann var kom­inn að slát­ur­hús­inu.

Um 2/​3 kjúk­ling­anna duttu af flutn­inga­bíln­um. Bíll­inn var að koma frá kjúk­linga­bú­inu á Ásmund­ar­stöðum. Þegar hann tók beygj­una frá bæn­um og inn á þjóðveg 1 opnuðust dyr á bíln­um og duttu marg­ir kass­ar út. Bíl­stjór­inn hélt áfram ferð sinni. Við Land­vega­mót duttu fleiri kass­ar á veg­inn og þegar hann kom á hring­torgið við Hellu féllu enn kass­ar með kjúk­ling­um á veg­inn.

Í fyrstu var talið að ein­ung­is hefðu kjúk­ling­ar dottið af bíln­um í hring­torg­inu, en síðar kom í ljós að mun fleiri lágu á veg­in­um nærri Ásmund­ar­stöðum.

Að sögn lög­reglu opnuðust kass­arn­ir ekki og ekki þurfti að loka veg­in­um. Eitt­hvað af kjúk­ling­um drapst við óhappið en þó ekki mikið. Starfs­menn kjúk­lingaslát­ur­húss­ins og bús­ins á Ásmund­ar­stöðum sáu um að taka kass­ana upp af veg­in­um og koma kjúk­ling­un­um í slát­ur­húsið.

Matth­ías Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Reykjag­arðs, seg­ir að ástæða óhapps­ins sé sú að ekki hafi verið tekið raf­magn af lyftu bíls­ins og þegar bíll­inn tók beygju við Ásmund­arstaði hafi kassa­stæða rek­ist í takka og dyr á bíln­um opn­ast. Matth­ías seg­ir slæmt að þetta skuli hafa gerst og fyr­ir­tækið muni í fram­hald­inu fara yfir verk­ferla til að tryggja ör­yggi við flutn­inga á slát­ur­fugl­um.

Matth­ías seg­ir að vel hafi gengið að ná fugl­un­um upp og mjög lítið af kjúk­ling­um hafi drep­ist.

Þetta er í annað skipti á skömm­um tíma sem kjúk­ling­ar lenda í ógöng­um á leið til slátr­un­ar, en flutn­inga­bíll með tengi­vagn fór út af veg­in­um efst í Norðurár­dal á mánu­dag. Þar var vont veður og ófærð. Björg­un­ar­sveit­ir báru um 6.000 kjúk­linga úr bíln­um sem fór út af og í aðra flutn­inga­bíla. Um helm­ing­ur kjúk­ling­anna drapst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert