„Klárt lögbrot“

Reuters

Land­læknisembættið og Lyfja­stofn­un seg­ir að það sé mik­il­vægt að fólk geri sér grein fyr­ir því að PIP-brjósta­fyll­ing­ar séu fölsuð vara. Ekki sé um að ræða gallaða vöru held­ur sé um að ræða klárt lög­brot.

„Sá lækn­ir sem flutti inn og notaði PIP-fyll­ing­arn­ar gerði það í góðri trú enda var­an vottuð af þar til bæru vott­un­ar­fyr­ir­tæki og CE-merkt eins og önn­ur lækn­inga­tæki sem heim­ilt er að nota á Evr­ópska efna­hags­svæðinu,“ seg­ir í sam­an­tekt sem land­læknisembættið og Lyfja­stofn­un hafa sent frá sér um málið.

Þá seg­ir að fölsuðu brjósta­fyll­ing­arn­ar hafi inni­haldið iðnaðarsí­lí­kon en ekki sí­lí­kon ætlað til notk­un­ar í lækn­inga­tæki.

Um 400 kon­ur hafa fengið hafa PIP-brjósta­fyll­ing­ar á Íslandi. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að embætti land­lækn­is safni nú ná­kvæm­um upp­lýs­ing­um um fjölda kvenna og um þekkt til­vik um rof fyll­ing­anna eða ert­ingu þeirra. Sömu upp­lýs­inga sé safnað um aðrar brjósta­fyll­ing­ar.

Und­ir­búa gagna­grunn

„Embætti land­lækn­is er að rann­saka um­fang brjóstas­tækk­un­araðgerða hér á landi. Aflað er m.a. upp­lýs­inga um fjölda aðgerða, tíðni leka, fjölda brott­náma fyll­inga og endurí­setn­inga. Hef­ur verið óskað eft­ir þess­um upp­lýs­ing­um frá lýta­lækn­um og að þær ber­ist ekki síðar en 13. janú­ar 2012.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar munu varpa ljósi á um­fang slíkra aðgerða hér á landi og leggja grunn fyr­ir upp­lýsta ákv­arðana­töku í fram­hald­inu.

Lyfja­stofn­un er að afla upp­lýs­inga um fyr­ir­tæki sem hafa flutt eða flytja inn lækn­inga­tæki. Verið er að und­ir­búa gagna­grunn þar sem fyr­ir­hugað er að skrá alla þá sem flytja inn lækn­inga­tæki og hvaða lækn­inga­tæki eru flutt inn. Þá er í und­ir­bún­ingi ve­f­eyðublað sem hægt verður að til­kynna auka­verk­an­ir eða galla vegna lækn­inga­tækja til stofn­un­ar­inn­ar beint af vefn­um,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni.

Starfs­menn land­læknisembætt­is­ins og Lyfja­stofn­un­ar munu áfram sem hingað til veita al­menn­ingi upp­lýs­ing­ar sem byggj­ast á bestu þekk­ingu og reynslu varðandi þetta mál.

„Það á ræt­ur í glæp­sam­legri starf­semi fransks fram­leiðanda á brjósta­fyll­ing­um og lækn­ar hafa því keypt falsaða vöru í góðri trú. Áfram verður fylgst með mál­inu í sam­vinnu við evr­ópsk­ar sam­starfs­stofn­an­ir og brugðist við eft­ir því sem við á,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert