Sandað í Reykjavík á morgun

mbl.is/Sigurgeir

Borgaryfirvöld segja að vel hafi gengið að hreinsa frá niðurföllum í dag en búist sé við hlýindum í nótt og asahláku næstu daga. Fram kemur í tilkynningu að Reykjavíkurborg sé í viðbragðstöðu með að dreifa sandi á hálku í fyrramálið ef aðstæður verði eins og um síðustu helgi.

10 snjóruðningstrukkar sem séu venjulega í því verkefni að dreifa salti á stofnbrautir og helstu umferðaræðar verði sendir út til að sanda allar götur í borginni ef með þarf.

Margir íbúar hafa sótt sér sand og salt á hverfastöðvarnar til að bera á einkalóðir og innkeyrslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert