Stjórnin á gráu svæði

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigurður Kristinsson, dósent í heimspeki og forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, telur að stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hafi verið á gráu svæði þegar hún réð Þorvald Lúðvík Sigurjónsson í stöðu framkvæmdastjóra. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Akureyri í dag.

Sigurður kennir meðal annars siðfræði í háskólanum og er sérfræðingur um siðferðileg álitamál.

Akureyri vikublað sendi Sigurði fyrirspurn og bað hann að leggja mat á ráðninguna út frá siðferðilegum forsendum.

Segir m.a. í svari Sigurðar sem birt er í heild í blaðinu í dag: „... fyrst Þorvaldur Lúðvík hefur almennan rétt til þátttöku í atvinnulífinu og var talinn hæfastur, hvaða rök geta þá verið til að telja ráðninguna siðferðilega óheimila eða vafasama?

Mikilvægustu rökin að mínu mati eru þau að ráðningin er tengd opinberri stjórnsýslu og felur í sér trúnað almennings.“

Sigurður segir að framkvæmdastjóri félagsins verði að verðskulda traust almennings og því hljóti það að teljast mikilvægt hæfnisskilyrði fyrir þetta tiltekna starf að heiðarleiki hans og löghlýðni verði ekki dregin í efa.

„Spurningin er þá sú hvort sá sem hefur stöðu sakbornings hjá sérstökum saksóknara uppfylli þetta skilyrði nægilega vel til að geta talist hæfastur umsækjenda þegar öllu er til skila haldið.“ Hann segir að vegna óvissunnar hefði verið réttlætanlegt að hafna umsókn Þorvaldar á grundvelli stöðu hans sem sakbornings. Það þýði þó ekki að það hafi verið óréttlætanlegt að ráða Þorvald í starfið, segir í svari Sigurðar í Akureyrarblaðinu í dag.

Svanfríður studdi ráðninguna

Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Svanfríður Jónasdóttir, sem er varaformaður stjórnar AFE, segir í samtali við Akureyri að hún hafi stutt ráðningu Þorvaldar Lúðvíks.  Í svari hennar til blaðsins vísar Svanfríður til greinar sem Brynjar Níelsson lögmaður skrifaði fyrir ári. Þar segir m.a. að þeim sem kunni að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefi þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, sé í mörgum tilvikum fráleit. Réttlát reiði, sem sumir vísi til, sé engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra eigi nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verði að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ... „ef það eigi síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum“.

Treyst fyrir að taka börn í fóstur af barnaverndaryfirvöldum

Svo segir Svanfríður: „Það að Þorvaldi Lúðvík skuli, síðan hann mætti til yfirheyrslu á árinu 2009, hafa verið treyst af barnaverndaryfirvöldum fyrir tveimur börnum í fóstur, þar af öðru í varanlegt fóstur, segir ákveðna sögu um það hvernig aðstæður hans eru metnar af aðilum sem gera að jafnaði nokkru strangari siðferðiskröfur en stjórnir byggðasamlaga.“

Þessir sóttu um

Listi yfir þá sem sóttu um starf framkvæmdastjóra AEF

Anna Jenný Jóhannsdóttir, BA lögfræði

Arinbjörn Kúld, stjórnunarfræðingur

Arnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri

Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri

Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi

Björn Gíslason, sjóðstjóri

Björn S. Lárusson, ferðamála- og viðskiptafræðingur

Elín Aradóttir, verkefnisstjóri

Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri

Guðmundur Björn Eyþórsson, fjármálastjóri

Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur

Gunnar Ingi Guðmundsson, mannauðsstjóri

Hallur Gunnarsson, viðskiptastjóri

Haraldur Dean Nelson, ráðgjafi

Harpa Halldórsdóttir, M.Acc.

Heimir Gunnarsson, byggingatæknifræðingur

Hjalti Páll Þórarinsson

Hjörtur Narfason

Hreinn Sigmarsson

Hulda Jónsdóttir, BA í nútímafræði

Jóhann Tryggvi Arnarson

Jón Sigtryggsson, viðskiptafræðingur

Jón Steindór Árnason, viðskiptafræðingur

Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor

Karel Rafnsson, viðskiptafræðingur

Magnús Kristjánsson, viðskiptafræðingur

Margrét Kristín Helgadóttir, hdl. lögfræðingur

María Stefánsdóttir, fulltrúi

Pétur Ingiberg Jónsson, múrarameistari

Rúna Kristín Sigurðardóttir, viðskiptastjóri

Rögnvaldur B. Johnsen, fjármálaráðgjafi

Sigurður Bjarni Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Snorri Styrkársson, hagfræðingur

Tryggvi R. Jónsson, liðsstjóri

Valtýr Þór Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, viðskiptafræðingur

Þórir Kristinn Þórisson, ráðgjafi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert