Þekkir einhver drenginn?

Hver var þessi litli snáði? Þeir sem þekkja hann eru …
Hver var þessi litli snáði? Þeir sem þekkja hann eru beðnir að senda tölvupóst á netfrett@mbl.is. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Morg­un­blaðið birti í dag um­fjöll­un um ófærð í Reykja­vík og víðar í ár­anna rás. Þar var birt meðfylgj­andi mynd, sem var í Morg­un­blaðinu 1. fe­brú­ar 1952. Mynd­ina tók Ólaf­ur K. Magnús­son ljós­mynd­ari. Morg­un­blaðið og mbl.is leita nú til les­enda hvort ein­hver þeirra þekk­ir dreng­inn á mynd­inni.

Yf­ir­skrift mynd­ar­inn­ar af barn­inu í Morg­un­blaðinu er: „Litli borg­ar­inn“. Í mynda­texta seg­ir: „Ungi borg­ar­inn fagnaði snjón­um. Hér sést lít­ill snáði skemmta sér vel í tröðunum við húsið heima.“

En hver var litli snáðinn? Af mynd­inni að dæma gæti hann hafa verið kom­inn á annað ár hinn 1. fe­brú­ar 1952 og því fædd­ur 1951 eða seint á ár­inu 1950. Þeir sem telja sig þekkja dreng­inn eru vin­sam­leg­ast beðnir að senda upp­lýs­ing­ar á net­fangið net­frett@mbl.is.

Jafn­fall­inn snjór í Reykja­vík var 48 senti­metr­ar hinn 1. fe­brú­ar 1952. Ólaf­ur K. Magnús­son ljós­mynd­ari tók mynd­ir af fann­ferg­inu í borg­inni sem birt­ust í Morg­un­blaðinu þenn­an dag.

Hér sést litli drengurinn betur. Myndin er tekin út úr …
Hér sést litli dreng­ur­inn bet­ur. Mynd­in er tek­in út úr stóru mynd­inni. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert