Tugum tilkynnt um símhleranir

Tugum einstaklinga, sem verið hafa til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, hefur verið tilkynnt að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Blaðið segir, að meðal þeirra, sem hafi fengið bréf frá sérstökum saksóknara þar sem tilkynnt var að símar hafi verið hleraðir, séu hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson  og Ingibjörg Pálmadóttir. Þetta hafi Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, upplýst við málflutning í Hæstarétti í gær. Símar þeirra voru hleraðir í þrjár vikur.

Þá segist Fréttablaðið hafa heimildir fyrir því að símar Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra áhættustýringar Kaupþings, hafi einnig verið hleraðir. Einnig muni sérstakur saksóknari hafa hlerað síma Þórs Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra Sjóvár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert