Veiðibann eina siðlega viðbragðið

Eggjatínsla í Bjarnarey
Eggjatínsla í Bjarnarey Mbl.is/RAX

Ástund­un veiða úr hnign­andi stofn­un er siðlaus um­gengni við nátt­úr­una, óháð magni veiddra fugla. Veiðibann er eina siðlega viðbragðið við stofn­hruni teg­unda. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Fugla­vernd, sem styður ein­dregið niður­stöðu meiri­hluta svart­fugla­nefnd­ar Um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins.

Starfs­hóp­ur sem Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra skipaði um vernd­un og end­ur­reisn svart­fugla­stofna hef­ur m.a. lagt til að fimm teg­und­ir sjó­fugla af svart­fugla­ætt verði friðaðar fyr­ir öll­um veiðum og nýt­ingu næstu fimm árin.

Fugla­vernd seg­ir að veiðar, þar með tal­in eggja­taka, séu ekki sjálf­bær­ar úr stofn­um sem ná ekki að viðhalda stofn­stærð sinni af ein­hverj­um or­sök­um, t.d. vegna fæðuskorts.
Hrun í varp­s­tofn­um margra ís­lenskra sjó­fugla­stofna sé staðreynd og veiðibann eina siðlega viðbragðið við stofn­hruni teg­unda.

„Það hljóta að vera hags­mun­ir allra sem nýta svart­fugla að stofn­arn­ir séu sterk­ir og sjálf­bær­ir. Öll sér­hags­muna­varsla get­ur spillt til­trú al­menn­ings á siðferði veiðimanna og eru íviln­an­ir sem þeir krefjast á fyr­ir­komu­lagi veiðistjórn­un­ar í fullri and­stöðu við varúðarreglu sem leyf­ir sjó­fugl­um að njóta vaf­ans,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Fugla­vernd­ar.

Svart­fugl­ar og ekki síst lundi gefi af sér mikl­ar tekj­ur vegna ferðamanna sem koma til að skoða þessa fugla og þær tekj­ur hverfi þegar þeir grípa í tómt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert