20 nýnemar í lögregluskólanum

Tuttugu nýnemar hófu nám í Lögregluskóla ríkisins í byrjun þessa …
Tuttugu nýnemar hófu nám í Lögregluskóla ríkisins í byrjun þessa árs. mbl.is/Ómar

Tuttugu manns, 14 karlmenn og sex konur, hófu nám 10. janúar sl. á fyrstu önn grunnnámsdeildar í Lögregluskóla ríkisins. Náminu, sem tekur fjóra mánuði, lýkur um miðjan maí á þessu ári og fara þá nemendurnir í starfsnám í lögreglunni.

Fram kemur á vef lögreglu að sjö nýnemanna hafi starfað í lögreglunni við afleysingar, allt frá þremur og upp í rúma sjö mánuði. Meðalaldur nemanna er 27,5 ár.

Ljóst er að starfsreynsla nýnemanna er ansi fjölbreytt en á vefnum kemur fram að í hópnum megi finna mælingamann, flugþjón, smiði, sölumenn, aðstoðardýrahirði, sjómenn, barþjón, grunnskólakennara, fangavörð, leikskólakennara, framleiðslustjóra, garðyrkjumann og vegamálara.

Flóran er alveg jafnfjölbreytt þegar kemur að fyrra námi en nemarnir hafa áður lagt stund á, í lengri eða skemmri tíma: stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði, hjúkrunarfræði, afbrotafræði, landafræði, húsasmíði, tannlæknisfræði, lögfræði, flugumferðarstjórnun, félagsfræði og byggingartæknifræði. Í hópi nýnemanna eru einnig menntaðir kennarar, ökukennari og einkaflugmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert