Eitt elsta verktakafyrirtækið í þrot

Verktakafyrirtækið Atafl kom meðal annars að byggingu fjölbýlishúsa á Norðurbakka …
Verktakafyrirtækið Atafl kom meðal annars að byggingu fjölbýlishúsa á Norðurbakka í Hafnarfirði. mbl.is/RAX

Eitt elsta verktakafyrirtæki landsins, sem hóf starfsemi undir nafninu Keflavíkurverktakar árið 1957, er gjaldþrota. Fyrirtækið stofnuðu iðnaðarmenn á Suðurnesjum til að sinna verkefnum á Keflavíkurflugvelli.

Félagið fékk nýtt nafn, Atafl, árið 2006 og stóð að umfangsmiklum byggingarverkefnum eftir það, þ.e. áður en Atafl var tekið til gjaldþrotaskipta. Annað fyrirtæki starfar undir nafninu Atafl í dag, en saga þess eldra hefur verið afmáð af vefsvæði þess.

Fyrirtækið sem nefnist Atafl í dag er á annarri kennitölu og keyptu eigendur hennar nafnið af þrotabúi Atafls. Var nafni þrotabúsins þá breytt í V53.

Fleiri stórtæk fyrirtæki eru komin í þrot því Héraðsdómur Reykjavíkur tók bú Marklenda ehf., áður Hanza-hópurinn, til gjaldþrotaskipta 21. desember sl. Margir valinkunnir kappar komu að Hanza-hópnum sem var um tíma eigandi að öllu fjölbýlishúsverkefninu á Arnarneshæð í Garðabæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert