Hætta þátttöku í starfshópi ráðherra

Öryrkjar vilja að skerðingar á almannatryggingum verði dregnar til baka.
Öryrkjar vilja að skerðingar á almannatryggingum verði dregnar til baka. mbl.is/Golli

Öryrkja­banda­lagið hef­ur hætt störf­um í starfs­hópi sem vel­ferðarráðherra skipaði á síðasta ári um end­ur­skoðun á al­manna­trygg­inga­kerf­inu. Garðar Sverris­son, ann­ar af tveim­ur full­trú­um Öryrkja­banda­lags­ins, seg­ir eng­an til­gang í að halda þessu starfi áfram vegna af­stöðu stjórn­valda.

Í starfs­hópn­um eru full­trú­ar allra þing­flokka, auk full­trúa ör­yrkja og eldri borg­ara. Formaður hóps­ins er Árni Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Í frétta­til­kynn­ingu vel­ferðarráðuneyt­is­ins frá því í apríl í fyrra seg­ir að starfs­hópn­um sé ætlað að skila drög­um að frum­varpi að nýj­um lög­um um líf­eyr­is­trygg­ing­ar fyr­ir lok árs­ins. Starfs­hóp­ur­inn hef­ur hins veg­ar ekki enn skilað niður­stöðu.

Starfs­hóp­ur­inn hef­ur haft það að mark­miði að gera breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­inu, en þó þannig að út­gjöld al­manna­trygg­inga auk­ist ekki. Garðar seg­ir að krafa ör­yrkja sé að þær skerðing­ar sem gerðar hafi verið á al­manna­trygg­inga­kerf­inu á síðustu árum gangi til baka. Síðan sé hægt að tala um breyt­ing­ar. Hann seg­ir að ef svo­kölluð núll­lausn eigi að byggj­ast á nú­ver­andi kerfi sé verið að festa skerðing­arn­ar í sessi. Öryrkj­ar geti ekki tekið þátt í vinnu sem bygg­ist á slíkri for­sendu.

„Mark­mið Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) er að bæta lífs­kjör ör­yrkja. Í því sam­bandi skipt­ir meg­in­máli sú fjár­hæð sem kem­ur í hlut ör­yrkja, en ekki hvort hún er greidd úr ein­um bóta­flokki eða fleir­um,“ seg­ir í bók­un sem full­trú­ar Öryrkja­banda­lags­ins lögðu fram á fundi starfs­hóps­ins í morg­un.

„Fjórða árið í röð, allt frá 1. janú­ar 2009, hækka ekki líf­eyr­is­greiðslur al­manna­trygg­inga sam­kvæmt 69. gr. laga um al­manna­trygg­ing­ar sem eiga að vernda af­komu líf­eyr­isþega. Líf­eyr­is­greiðslur ná því hvorki að halda í við verðlags­hækk­an­ir né launaþróun síðustu ára. Þessu til viðbót­ar juk­ust tekju­teng­ing­ar veru­lega þann 1. júlí 2009. Af þeim sök­um hafa marg­ir líf­eyr­isþegar orðið fyr­ir enn frek­ari skerðing­um.

Líf­eyr­isþegar urðu fyrst­ir fyr­ir skerðing­um strax í upp­hafi krepp­unn­ar og þá með sér­stöku lof­orði um að kjör þeirra yrðu leiðrétt um leið og land færi að rísa á ný. Þá var talað um þriggja ára tíma­bil sem nú er liðið. Nú eru horf­ur í efna­hags­mál­um já­kvæðar og tími til kom­inn að leiðrétta kjör ör­yrkja.

Í ljósi þessa er það lág­marks­krafa ÖBÍ að stjórn­völd skili ör­yrkj­um sem fyrst því sem þeim ber skv. lög­um um al­manna­trygg­ing­ar áður en hugað verður að upp­stokk­un á nú­ver­andi bóta­kerfi. Þessu til viðbót­ar þarf að leiðrétta frí­tekju­mörk og tekju­viðmið og draga til baka þær skerðing­ar sem sett­ar voru um mitt ár 2009.

Án leiðrétt­inga í þá veru sem að fram­an eru rakt­ar er ábyrgðarlaust af hálfu ÖBÍ að taka frek­ari þátt í vinnu við svo­nefnda end­ur­skoðun al­manna­trygg­ingalaga, enda sé henni þá aug­ljós­lega ætlað að festa í sessi þær al­var­legu skerðing­ar sem stjórn­völd hafa kosið að láta ör­yrkja bera.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert