Kosið í nýtt embætti

Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Við gerðum mestu breyt­ing­ar á skipu­lags­regl­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á síðasta lands­fundi sem gerðar hafa verið. Segja má að meg­in­ein­kenn­in á þess­um breyt­ing­um hafi verið meiri vald­dreif­ing og aukið lýðræði inn­an flokks­ins,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Ein af þeim breyt­ing­um sem gerðar voru á skipu­lags­regl­un­um var að stofna nýtt embætti 2. vara­for­manns flokks­ins við hlið for­manns og vara­for­manns, en hon­um er meðal ann­ars ætlað að sinna verk­efn­um sem snúa að miðstjórn flokks­ins. Gert er ráð fyr­ir að kosið verði í embættið á flokks­ráðsfundi sem fram fer í mars næst­kom­andi.

„Ég sé þessa breyt­ingu sem spenn­andi tæki­færi til þess að breikka for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins og auka mögu­leik­ana á að hafa snertifleti við fé­lög­in í flokkn­um og flokks­menn alla. Mark­miðið er auðvitað að halda úti öfl­ugra flokks­starfi,“ seg­ir Bjarni en gjald­geng­ir í embættið eru all­ir flokks­bundn­ir sjálf­stæðis­menn. Eft­ir­leiðis mun þó lands­fund­ur kjósa í það sam­kvæmt nýj­um skipu­lags­regl­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert