Már hafnaði launahækkun sumarið 2010

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem nú hefur höfðað launamál gegn Seðlabankanum, hafnaði sumarið 2010 tillögu um að laun hans yrðu hækkuð um 400 þúsund krónur á mánuði.

Heimildum bar þá ekki saman um hvort tillagan hefði verið lögð fram að undirlagi forsætisráðuneytisins eða hvort bankaráð Seðlabankans hefði átt frumkvæðið. Í maí 2010 var haft eftir Má Guðmundssyni á Stöð 2 að það hefði ekki komið til greina af sinni hálfu að þiggja 400 þúsund króna launahækkun. Var tillaga þess efnis sögð vera á borði bankaráðs.

Kjararáð hafði með úrskurði árið áður lækkað mánaðarlaun Más um 300 þúsund krónur, vegna laga um viðmið við laun forsætisráðherra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að krafa Más núna snúist um efndir loforðs um 1.600 þúsund kr. mánaðarlaun sem hann taldi sig hafa samið um er hann tók við bankastjórastarfinu í júlí 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert