Nemafargjöldin hækkuðu um 10 þúsund kr. á ári

Beðið eftir strætó á Hlemmi.
Beðið eftir strætó á Hlemmi. mbl.is/Eggert

Um leið og nem­end­um grunn­skóla á höfuðborg­ar­svæðinu var boðið að kaupa svo­kölluð nem­a­kort hjá Strætó var verðið hækkað úr 20 þúsund­um á ári í 30 þúsund krón­ur. Stefna stjórn­ar Strætó er að sér­stök af­slátt­ar­kjör verði smám sam­an af­num­in.

Ný gjald­skrá Strætó tek­ur gildi 1. fe­brú­ar. Verð á tíma­bil­skort­um og af­slátt­ar­miðum hækk­ar að jafnaði um 10%. Stök far­gjöld hald­ast hins veg­ar óbreytt, eru 350 krón­ur. Með hækk­un um­fram al­menn­ar verðlags­hækk­an­ir er verið að reyna að auka hlut far­gjalda­tekna í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins, að því er fram kom í til­kynn­ingu Strætó á dög­un­um.

Fyr­ir ára­mót tók hins veg­ar gildi 50% hækk­un nem­a­korta á höfuðborg­ar­svæðinu, þau fóru úr 20 þúsund­um í 30 þúsund fyr­ir heil­an vet­ur.

Reyn­ir Jóns­son, for­stjóri Strætó, rifjar upp að 2007 hafi verið byrjað að bjóða nem­end­um í fram­halds- og há­skól­um frítt í strætó út á svo­nefnd nem­a­kort. Til­gang­ur­inn hafi verið að fá þá til að skilja einka­bíl­ana eft­ir heima. Það hafi ekki gengið eft­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert