Skýrslu stungið undir stól

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

Hagfræðistofnun HÍ vann skýrslu sumarið 2010 fyrir samgönguráðuneytið þar sem m.a. var lagt mat á hvert veggjaldið þyrfti að vera til að standa undir kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Á þeim tíma var Kristján Möller samgönguráðherra.

Skýrslunni virðist hafa verið stungið undir stól þar sem hvorki hún né niðurstöður hennar hafa verið birtar opinberlega, þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir slíkri skýrslu á Alþingi frá stofnuninni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar hefðu meðalveggjöld þurft að vera allt að tvöfalt hærri en núverandi forsendur stjórnvalda og Vaðlaheiðarganga hf. gera ráð fyrir. Lagt er mat á fjórar stórframkvæmdir í vegagerð, annars vegar Vaðlaheiðargöng fyrir norðan og hins vegar stofnæðar út frá höfuðborgarsvæðinu.

Í skýrslunni, sem unnin er af Sveini Agnarssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar, og Jónasi Hlyni Hallgrímssyni verkefnastjóra kemur fram að göngin séu ein áhættusamasta framkvæmdin þar sem vegfarendur hafi val um aðra leið, allt bendi til að Víkurskarð verði áfram opið og leiðin styttist því aðeins um tíu mínútur með Vaðlaheiðargöngum.

Niðurstaða Hagfræðistofnunar er sú að meðalveggjaldið sé á bilinu 1.478 – 2.194 kr. miðað við gefnar forsendur um 4,5 – 6,0% vexti, 25 ára lánstíma og 1.000 – 1.200 bíla á sólarhring í umferð um göngin. Þetta er mun hærra en núverandi meðalveggjald samkvæmt forsendum Vaðlaheiðarganga hf., sem er 1.100 krónur (993 kr. á hvern fólksbíl án afsláttar). Með öðrum orðum var niðurstaðan sú að veggjöld þyrftu að vera allt að tvöfalt hærri en stjórn Vaðlaheiðarganga hf. gerir ráð fyrir í sínum forsendum til þess að göngin stæðu undir sér.

Beðið um aðra skýrslu HÍ

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór fram á það nú í nóvember að Hagfræðistofnun yrði fengin til að vinna óháða úttekt á Vaðlaheiðargöngum.

Forsætisnefnd hefur enn ekki afgreitt erindið og bíður það þess að Alþingi komi saman á ný. Guðfríður L. Grétarsdóttir í umhverfis- og samgöngunefnd segist hafa fengið þær skýringar að beðið sé niðurstöðu fjármálaráðuneytis.

Skýrslan er hér

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka