Eignarhaldsfélagið BG Aviation var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur 23. nóvember sl.
Félagið var skráð í maí 2006 og stjórnarformaður þess við skráningu Jón Ásgeir Jóhannesson, en með honum í stjórn voru Stefán Hilmar Hilmarsson, fyrrv. fjármálastjóri Baugs, og Skarphéðinn Berg Steinarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs.
Tilgangur félagsins var kaup og sala flugvéla, rekstur og eignarhald flugvéla og annarra eigna tengdra flugvélarekstri. Heimildir Morgunblaðsins herma að þó að félagið hafi verið stofnað utan um flugvélakaup hafi áætlanir þess ekki gengið eftir og því engin starfsemi verið í félaginu. Félagið skilaði ársreikningi fyrir árið 2006 og 2007 en síðan ekki söguna meir.