Mikill vatnselgur er á höfuðborgarsvæðinu og á Sandskeiði og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát á þessum leiðum.
Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Snjóþekja er í uppsveitum Árnessýslu og þæfingur á Lyngdalsheiði. Flughált á flestum útvegum í Rangárvallasýslu.
Á Vesturlandi er þungfært og óveður norðanmegin á Snæfellsnesi. Hálka er á öðrum leiðum en þó er flughálka á nokkrum vegum í uppsveitum Borgarfjarðar. Óveður undir Hafnarfjalli og ófært um Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er flughált á Flateyrarvegi, til Suðureyrar og í Ísafjarðardjúpi. Flughált er á Barðaströnd og í Kollafirði. Þungfært er á Hálfdán, Mikladal og á Kleifaheiði. Háka og snjóþekja á öðrum leiðum.
Á Norðanlandi vestra er hálka á flestum leiðum. Flughált á útvegum í Húnavatnssýslum og á Innstrandarvegi. Á Norðausturlandi er hálka á flestum leiðum, þó er snjóþekja í Kelduhverfi til Raufarhafnar um Hófaskarðsleið.
Austan- og suðaustanlands er hálka. Snjóþekja er á Mýrdalssandi í Kirkjubæjarklaustur.