Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar

Frá snjómoksri í Árneshreppi.
Frá snjómoksri í Árneshreppi. mynd/Jón G. Guðjónsson

Vegagerðin á Hólmavík opnaði í dag leiðina norður í Árneshrepp á Ströndum. Ástæðan er sú að jarðarför verður á morgun frá Árneskirkju og þurfa prestur og organisti að komast þangað frá Hólmavík.

Í Árneshreppi er í gildi svokölluð G-regla sem þýðir að Vegagerðin hættir að ryðja veginn 6. janúar ár hvert fram til 20. mars. Nú þurfa prestur og organisti hins vegar að komast norður til að þjóna þessum hluta sóknarinnar sem er hluti Hólmavíkurprestakalls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert