Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, býður sig fram til embættis 2. varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður til ný embættisins varaformanns á flokksráðsfundi í mars.
Jens Garðar er oddviti sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð og starfar sem framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Fiskimiða ehf. á Eskifirði.
Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir austan og á landsvísu.
„Ástæða þess að ég býð mig fram til 2. varaformanns er að ég trúi því einlæglega að með því að velja sveitarstjórnarmann til forystu í Sjálfstæðisflokknum muni forysta flokksins breikka og betri tengsl skapast við grasrótina,“ segir í yfirlýsingu Jens Garðars Helgasonar.