Eldur í starfsmannabústað við Kleppsspítala

Kleppsspítali.
Kleppsspítali.

Eldur kom upp í starfsmannabústað við Kleppsspítala á ellefta tímanum í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var einn maður inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði en honum tókst að komast út.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á staðinn. Skamman tíma tók að slökkva eldinn og var húsið reykræst í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert