Forsetahjónin eru viðstödd hátíðarhöldin

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru …
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru viðstödd hátíðarhöldin í Kaupmannahöfn. Mynd úr safni. Reuters

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og Dor­rit Moussai­eff for­setafrú eru viðstödd hátíðar­höld­in í Kaup­manna­höfn sem hald­in eru í til­efni af 40 ára krýn­ing­araf­mæli Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar.

Á sunnu­dag munu for­seta­hjón­in fylgj­ast með fagnaðar­at­höfn í Amalien­borg­ar­höll og sitja há­deg­is­verð í boði Friðriks krón­prins og Mary krón­prins­essu. Síðdeg­is sækja gest­ir guðþjón­ustu í kirkju Kristjáns­borg­ar­hall­ar en dag­skránni lýk­ur með hátíðar­kvöld­verði í Kristjáns­borg­ar­höll, seg­ir í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert