Hefur ekki verið að starfa á stofu sinni

Silikon brjóstapúðar.
Silikon brjóstapúðar. reuters

Jens Kjartansson lýtalæknir er á launum hjá ríkinu meðan hann er í fjögurra mánaða veikindaleyfi frá Landspítalanum. Jens hefur starfað sem yfirlæknir lýtalækninga á spítalanum síðan árið 2000 í 80% starfi samhliða því að reka einkastofu í Domus Medica.

Eins og kunnugt er flutti Jens inn hina umdeildu PIP-brjóstapúða og gerði brjóstastækkunaraðgerðir á flestum þeirra 440 kvenna sem hafa slíka púða hérlendis. Síðastliðinn miðvikudag óskaði Jens eftir veikindaleyfi til fjögurra mánaða frá starfi sínu á Landspítalanum.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, staðfesti að Jens væri á launum í veikindaleyfinu. „Hann er opinber starfsmaður og ef fólk er veikt og skilar inn vottorði heldur það fullum launum,“ segir Björn. Að óbreyttu fær Jens að mæta aftur í stöðu yfirlæknis að leyfinu loknu. „Hann hefur ekkert brotið af sér innan spítalans og hann hefur ákveðin réttindi. Það verður auðvitað mat á stöðunni, hvort hann nær heilsu.“

Sú saga hefur gengið að Jens hafi verið að störfum á einkastofu sinni eftir að hann fór í veikindaleyfi frá spítalanum. Geir Gunnlaugsson landlæknir fékk það staðfest hjá Jens í gær að hann hefði ekki verið starfandi á stofu sinni síðan hann fór í leyfið en hefði verið þar við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert