Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flytur Alþingi munnlega skýrslu um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar þegar Alþingi kemur saman á ný. Fyrsti fundur eftir jólahlé verður á mánudag og hefst klukkan 15.
Á dagskrá er einnig fjöldi fyrirspurna, meðal annars níu fyrirspurnir Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar á meðal er fyrirspurn hans til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um gerð og fjármögnun Vaðlaheiðarganga.