Skýrsluhöfundar á nefndarfund

Frá stofnfundi félags um Vaðlaheiðargöng.
Frá stofnfundi félags um Vaðlaheiðargöng. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Höf­und­ar skýrslna um hag­kvæmni Vaðlaheiðarganga eru boðaðir á fund um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is á mánu­dags­morg­unn. Fund­ur­inn er op­inn fjöl­miðlamönn­um.

Nokkr­ar skýrsl­ur hafa verið tekn­ar sam­an um hag­kvæmni fyr­ir­hugaðra ganga og þeim ber ekki að öllu leyti sam­an.

Á fund nefnd­ar­inn­ar, sem hefst klukk­an 9 á mánu­dag, koma sér­fræðing­ar IFS Ráðgjaf­ar sem unnu skýrslu um Vaðlaheiðargöng fyr­ir fjár­málaráðuneytið.

For­stöðumaður og sér­fræðing­ur Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands koma til fund­ar til að gera grein fyr­ir skýrslu sem þeir gerðu fyr­ir sam­gönguráðuneytið 2010. Sú skýrsla var ekki birt á sín­um tíma.

Þá mun Pálmi Krist­ins­son verk­fræðing­ur mæta en hann gerði skýrslu um Vaðlaheiðargöng að eig­in frum­kvæði.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert