Veiðistofn loðnu mælist svipaður og spáð var

Á loðnumiðum út af Snæfellsnesi.
Á loðnumiðum út af Snæfellsnesi. mbl.is/RAX

Mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar benda til að veiðistofn loðnu sé svipaður og spáð var eða tæp 900 þúsund tonn. Er því útlit fyrir ágæta vertíð. Gerðar verða frekari mælingar áður en stofnunin gefur út ráðgjöf sína um heildaraflamark fyrir yfirstandandi vertíð.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnumælingar frá því 3. janúar og tólf loðnuveiðiskip tóku þátt í leitinni um tíma.

Loðna fannst á öllu mælingarsvæðinu norðan við land en var víða dreifð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hafró. Austast á svæðinu, og allt vestur fyrir Grímsey var nánast eingöngu hrygningarloðna en vestar var loðnan blönduð við ókynþroska loðnu. Vestast á svæðinu var eingöngu að finna ókynþroska tveggja ára loðnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert