Vilja opna „besta skíðasvæðið“

Mikið líf var oft í brekkunum í Skálafelli. Þar voru …
Mikið líf var oft í brekkunum í Skálafelli. Þar voru haldin skíðalandsmót. mbl.is/Golli

Á þriðja hundrað notendur á samskiptasíðunni Facebook hafa mælt með samfélagssíðunni „Opnum Skálafell“. „Besta skíðasvæðið á höfuðborgarsvæðinu, ekki spurning,“ skrifar einn notandinn.

Fjöldi skíðaáhugafólks hefur lýst yfir vonbrigðum með að skíðasvæðið í Skálafelli hafi ekki verið opnað í vetur þótt þar sé nægur snjór og góðar brekkur en miklar biðraðir í Bláfjöllum um helgar.

Öll aðstaða er fyrir hendi í Skálafelli og hægt að opna með litlum fyrirvara.

Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins opnar ekki í Skálafelli vegna kostnaðar og hefur heldur ekki treyst sér að taka tilboði Skíðadeildar KR um samstarf um opnun um helgar í vetur.

Skíðadeildin hefur fengið stuðning víða í baráttu sinni, meðal annars frá forsvarsmönnum að minnsta kosti tveggja sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og frá áhugafólki á Akranesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert