Bæjarstjóri nýtur ekki trausts

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi og formaður bæjarráðs, hefur tilkynnt Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra, að hún njóti ekki lengur trausts flokksins sem bæjarstjóri. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Fram kom að Guðrúnu hefði ekki verið sagt formlega upp störfum en ljóst sé að hún geti ekki lengur gegnt starfinu. Líklegt sé að Samfylkingin muni sækjast eftir starfinu og að Guðríður verði bæjarstjóri. Guðrún var áður embættismaður hjá Kópavogsbæ.

Meirihlutinn í bæjarstjórn kom síðdegis saman á fundi til að ræða næstu skref í málinu, þar á meðal hvernig staðið verði að ráðningu nýs bæjarstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert