Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ölvun við akstur á Hverfisgötu í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Hafði maður ekið utan í annan bíl og síðan á brott.
Lögreglan fann manninn skömmu síðar og stöðvaði hann. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Annar maður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur, í austurbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. Reyndist maðurinn vera ökuréttindalaus en hann hafði misst þau fyrir samskonar brot.
Tilkynnt var um eld í bíl í Hlíðahverfi á þriðja tímanum í nótt. Var slökkviliðsbíll sendur á vettvang.