Beiðni um skýrslu um Vaðlaheiðargöng hafnað

mbl.is/Hjörtur

Forsætisnefnd Alþingis hafnaði því á fundi sínum í morgun að óskað yrði eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að stofnunin gerði skýrslu um arðsemi Vaðlaheiðarganga eins og umhverfis- og samgöngunefnd þingsins hafði óskað eftir í lok nóvember.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir skýrslunni í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hafnaði beiðni um að taka verkið að sér, einkum á þeim forsendum að það væri ekki hlutverk stofnunarinnar.

Í kjölfarið óskaði nefndin eftir því að fá grænt ljós á það frá forsætisnefnd að Hagfræðistofnun yrði fengin til þess að vinna slíka skýrslu en þeirri beiðni hefur nú verið hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert