Innkaupaskrifstofa Reykjavíkur segist ekki hafa keypt iðnaðarsalt til mötuneyta á vegum borgarinnar. Jafnan sé lítið keypt inn af saltaðri og unninni matvöru til þeirra. Það sé þó ekki hægt að útiloka að vörur sem framleiddar hafi verið hér á landi og innihaldi iðnaðarsalt hafi verið framreiddar í mötuneytum borgarinnar.
„Innkaupaskrifstofa borgarinnar mun í ljósi ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur óska eftir því við framleiðendur og birgja að þeir upplýsi hvort iðnaðarsalt hafi verið notað í matvæli sem rammasamningar borgarinnar ná til,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.