Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

For­sæt­is­ráðherra vísaði því al­farið á bug á Alþingi í dag að rík­is­stjórn­in hefði ekki staðið við lof­orð sem gef­in voru í tengsl­um við kjara­samn­inga. Gagn­rýndi Jó­hanna Sig­urðardótt­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins harðlega fyr­ir linnu­laus­ar árás­ir sín­ar á rík­is­stjórn­ina í þess­um efn­um.

Sagði Jó­hanna að eng­in rík­is­stjórn á Íslandi hefði glímt við jafn erfitt verk­efni og nú­ver­andi stjórn í kjöl­far banka­hruns­ins og það með Sam­tök at­vinnu­lífs­ins stöðugt á bak­inu eins og hún orðaði það.

Kallað var úr sal á meðan Jó­hanna flutti ræðu sína og minnt á að Alþýðusam­band Íslands hefði einnig gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina.

Jó­hanna hef­ur fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar sent Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins svar­bréf þar sem rang­færsl­ur sam­tak­anna í bréfi frá 10. janú­ar sl. eru leiðrétt­ar. Þetta kem­ur fram á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. Þar má sjá svar­bréfið í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert