Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Forsætisráðherra vísaði því alfarið á bug á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Gagnrýndi Jóhanna Sigurðardóttir Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir linnulausar árásir sínar á ríkisstjórnina í þessum efnum.

Sagði Jóhanna að engin ríkisstjórn á Íslandi hefði glímt við jafn erfitt verkefni og núverandi stjórn í kjölfar bankahrunsins og það með Samtök atvinnulífsins stöðugt á bakinu eins og hún orðaði það.

Kallað var úr sal á meðan Jóhanna flutti ræðu sína og minnt á að Alþýðusamband Íslands hefði einnig gagnrýnt ríkisstjórnina.

Jóhanna hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sent Samtökum atvinnulífsins svarbréf þar sem rangfærslur samtakanna í bréfi frá 10. janúar sl. eru leiðréttar. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins. Þar má sjá svarbréfið í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka