Hundaskítur á víð og dreif

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni.

Íbúa á Selfossi blöskrar framferði hundaeigenda í heimabæ sínum, en á stuttri gönguför sinni í gær gekk hann ítrekað fram á hundaskít og þurfti að hafa sig allan við við að stíga ekki í ófögnuðinn.

Frá þessu segir á vefsíðu Dagskrárinnar, DFS, á Selfossi.

Maðurinn sendi  DFS nokkrar ljósmyndir sem birtar eru á síðunni, Þar er vakin athygli á þessu og spurt hvað sé til ráða, en lausaganga hunda er alfarið bönnuð í bænum.

Frétt DFS

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert