Hvassviðri í vændum

Spáð er hvassviðri á Vest­ur­landi síðdeg­is þegar það hvess­ir af suðaust­an. Má bú­ast við vind­hviðum allt að 30-35 m/​s und­ir Hafn­ar­fjalli um tíma síðdeg­is.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá veður­fræðingi Vega­gerðar­inn­ar kóln­ar með élja­gangi á fjall­veg­um vest­an­til fljót­lega eft­ir miðnætti og eins verða él eða krap­aél á lág­lendi und­ir morg­un.

Þoka er á Hell­is­heiði og hálku­blett­ir nokkuð víða í upp­sveit­um á Suður­landi. Þing­skála­veg­ur er ófær frá Land­vegi að Næf­ur­holti. Flug­hálka er frá Laug­ar­vatni að Geysi.

Á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum eru víða hálku­blett­ir eða hálka.

Á Norður­landi er víða hálka eða hálku­blett­ir. Flug­hált er á Mel­rakka­sléttu.

Á Aust­ur­landi er víða hálka eða hálku­blett­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert