Spáð er hvassviðri á Vesturlandi síðdegis þegar það hvessir af suðaustan. Má búast við vindhviðum allt að 30-35 m/s undir Hafnarfjalli um tíma síðdegis.
Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar kólnar með éljagangi á fjallvegum vestantil fljótlega eftir miðnætti og eins verða él eða krapaél á láglendi undir morgun.
Þoka er á Hellisheiði og hálkublettir nokkuð víða í uppsveitum á Suðurlandi. Þingskálavegur er ófær frá Landvegi að Næfurholti. Flughálka er frá Laugarvatni að Geysi.
Á Vesturlandi og Vestfjörðum eru víða hálkublettir eða hálka.
Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Flughált er á Melrakkasléttu.
Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir.