MS innkallar fimm vörutegundir

Mjólk­ur­sam­sal­an hef­ur ákveðið að innkallað fimm vöru­teg­und­ir vegna þess að iðnaðarsalt var notað í fram­leiðslu þeirra. MS er hætt að nota slíkt salt í vör­urn­ar en um er að ræða vör­ur sem enn eru í versl­un­um.

Salt sem notað er í vinnslu Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar er vottað mat­væla­salt.  Ein af sex vinnslu­stöðvum MS hef­ur und­an­farið fengið af­greitt iðnaðarsalt, þrátt fyr­ir að hafa pantað mat­væla­salt. Það var lítið brot af heild­ar­salt­notk­un fyr­ir­tæk­is­ins, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Notk­un á því hef­ur verið mjög tak­mörkuð og bund­in við Klípu, Létt og laggott,  grjóna­graut, hrísmjólk og smyrj­an­leg­an rjóma­ost. Mat­væla­stofn­un tel­ur að neyt­end­um stafi ekki hætta af notk­un þessa salts, efna­sam­setn­ing er nær sú sama og í venju­legu mat­ar­salti en fram­leiðsla og dreif­ing ekki vottuð með sama hætti.

MS hef­ur þegar skipt um salt­teg­und í fram­leiðslu fram­an­greindra vöru­teg­unda og innkall­ar af markaði það sem fram­leitt var með þess­um hætti. Salt í all­ar aðrar vör­ur MS hef­ur verið staðlað mat­ar­salt.


Mjólk­ur­sam­sal­an starfar í sam­ræmi við gæðaeft­ir­lit­s­kerfi. Fé­lagið ein­set­ur sér að nýta ein­ung­is fyrsta flokks hrá­efni í fram­leiðsluna  og harm­ar mjög þessi mis­tök.

Fé­lagið hef­ur breytt verklagi og krefst nú staðfest­ing­ar frá fram­leiðend­um rekstr­ar­vara á að viðkom­andi vör­ur séu vottaðar til mat­væla­fram­leiðslu en læt­ur ekki nægja upp­lýs­ing­ar frá selj­end­um þess­ara vara, seg­ir í til­kynn­ingu frá MS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert