Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að breytingar á ríkisstjórninni um áramótin hefðu verið síðasta skrefið í umfangsmiklum breytingum á stjórnarráðinu og hefðu því ekki átt að koma neinum á óvart.
Hún sagði ennfremur að þegar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sneri aftur úr fæðingarorlofi yrði ráðherrum fækkað í átta en þeir eru nú níu eftir breytingarnar um áramótin. Ekki kom fram með hvaða hætti staðið yrði að því.