Reyna að stöðva umræðu

Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæruna á hendur Geir …
Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæruna á hendur Geir H. Haarde verður tekin til umræðu á föstudag. mbl.is/Kristinn

Að sögn Jónínu Rósar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, er verið að skoða það að leggja fyrir þingið svokallaða rökstudda dagskrártillögu þess efnis að taka þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde af dagskrá þingsins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að dagskrártillagan muni ganga út á það, að sögn Jónínu, að fyrri umræðan um tillögu Bjarna fari fram á föstudaginn, en að henni lokinni verði dagskrártillagan lögð fram og með henni verði lagt til að málinu ljúki með þeirri umræðu og síðan verði ekki frekar aðhafst í því.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, gagnrýnir þessa dagskrártillögu og segir málið eiga það skilið að fá lýðræðislega meðferð í þinginu. Sjálf segist hún ætla að styðja þingsályktunartillögu Bjarna.

Bjarni skorar á andstæðinga þingsályktunartillögunnar að tefla fram efnislegum rökum í málinu í stað þess að beita klækjabrögðum til þess að koma í veg fyrir að vilji meirihluta þingsins fái framgöngu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert