Fyrirtækið Akzo Nobel, sem framleiðir salt sem Ölgerðin hefur flutt inn, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þar er yfirvöldum og almenningi bent á að nota matvælasalt við matvælaframleiðslu. Hafi iðnaðarasalt hins vegar verið afgreitt fyrir mistök - og það notað við matvælaframleiðslu - þá segir fyrirtækið að ekkert bendi til að þess að það geti verið skaðlegt heilsu fólks.
Akzo Nobel segir að iðnaðarsalt sé framleitt í sömu verksmiðju og matvælasalt og gæðaeftirlitið sé það sama.
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá vill Akzo Nobel taka það fram að iðnaðarsaltið sé ekki það sama og salt sem er framleitt til afísingar. Það salt sé framleitt í annarri verksmiðju.