Segir iðnaðarsaltið ekki skaðlegt

Akzo Nobel.
Akzo Nobel.

Fyr­ir­tækið Akzo No­bel, sem fram­leiðir salt sem Ölgerðin hef­ur flutt inn, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu. Þar er yf­ir­völd­um og al­menn­ingi bent á að nota mat­væla­salt við mat­væla­fram­leiðslu. Hafi iðnaðara­salt hins veg­ar verið af­greitt fyr­ir mis­tök - og það notað við mat­væla­fram­leiðslu - þá seg­ir fyr­ir­tækið að ekk­ert bendi til að þess að það geti verið skaðlegt heilsu fólks.

Akzo No­bel seg­ir að iðnaðarsalt sé fram­leitt í sömu verk­smiðju og mat­væla­salt og gæðaeft­ir­litið sé það sama.

Til að fyr­ir­byggja all­an mis­skiln­ing þá vill Akzo No­bel taka það fram að iðnaðarsaltið sé ekki það sama og salt sem er fram­leitt til af­ís­ing­ar. Það salt sé fram­leitt í ann­arri verk­smiðju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert